Snemma morguns þann 3. júní, heyrðist nötrandi hljóð um alla Reykjavík. Fyrir ofan í lágri flughæð var F/A-18 orrustuþotan. Stuttu seinna var hún lent á Reykjavíkurflugvelli. Ásamt henni flugu inn tvær vélar Icelandair sem lístu vel fyrir áhorfendum glæsilega fortíð félagsins jafnt sem framtíð. Það var hin stórglæsilega Douglas DC-3 (TF-NPK) og flugfraktvélin Boeing 757-200F (TF-FIG). Ásamt þeim var þóðsagnakennda Fokker 50 vél Flugfélags Íslands / Air Iceland Connect (TF-JMC), Aérospatiale AS.332 Super Puma (TF-SYN) þyrla og Bombardier Dash-8 Q300 (TF-SIF) flugvél Landhelgisgæslunnar. Ásamt fjölda annara flugvéla og loftfara, þyrlna og jafnt framt Gyrovél.

Innlit í fortíðina

Fyrir 80 árum síðan var ekki mikið um flug á Íslands. En á þeim tíma hafði þó verið reynt að koma á fót flugfélagi hér á landi. Fyrsta skráða tilraun til að hefja rekstur flugfélags var á Avro 504K undir nafni Flugfélags Íslands (Air Iceland) árið 1919. Það félag hætti að vísu rekstri aðeins nokkrum mánuðum seinna. Það opnaði þó aftur árið 1928 undir sama nafni. Flotinn innihélt nú fjórar Junkers F.13 sem voru keyptar frá Þýskalandi.

Fyrsta farþegaflugið innanlands á íslandi var farið 4. júní 1928 frá Reykjavík til Akureyrar með viðkomu á Ísafirði og Siglufirði // Uppspretta: Flugsafn á Akureyri

Seinna bættust við Junkers W.33d vélar sem þá fengu í fyrsta skipti “nafn”, en það var Súlan, Veiðibjallan og Álftin. Félagið var starfrækt þar til 1931. Árið 1937 var svo stofnað nýtt félag, Svifflugfélag Akureyrar. Fyrsta loftfar þeirra var Grunau IX og fyrsta flugvélin var WACO YKS-7 (TF-ÖRN). Árið 1940 var nafninu breytt í Flugfélag Íslands og er það flugfélagið sem við þekkjum í dag – Air Iceland Connect.

Fyrsta flugvél Flugfélags Akureyrar var af gerðinni Waco YKS-7, TF-ÖRN // Uppspretta: Flugsafn á Akureyri

Fjölbreytileiki

Flugdagurinn var vel sóttur, bæði af heimamönnum og túristum. Vinsælasta vélin var Boeing 757 vélin frá Icelandair, röðin að henni var tugi metra ef ekki hundrað.

En ekki var þó bara hægt að fylgjast með vélunum á jörðu niðri en það var einnig stundað listflug á nökkrum flugvélum, þyrlum, svifflugu og dróna.

Efst í minningunni eru fjölmörgu sýningarflugin yfir flugvöllinn sem framkvæmd voru af DC-3, Boeing 757 og Kanadísku F/A-18.

Flugsýningar fyrir flugdagurinn í Reykjavík Júní, 3, 2017 // Uppspretta: Flugmálafélag Íslands

Óvænt vá

Það vakti mikla lukku þegar A321 vél WOWair mætti óvænt í loftrými Reykjavíkurflugvallar (TF-GPA). Opinber áætlun Flugdagsins var lokið á þessum tíma og sumir gestir höfðu þegar lagt leið sína heim en þeir sem urðu lengur urðu vitni að stórkostlegri sjón. Flugmenn WOWair vélarinnar framkvæmdu vægast sagt áhugavert flug yfir Reykjavík með glæsibrag.

Fyrir hápunkta sýningarinnar sjáið myndband okkar af sýningunni:

Liked it? Take a second to support Flugblogger on Patreon!
Time to share, choose yours: Share on Facebook
Facebook
Share on VK
VK
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
Share on LinkedIn
Linkedin