Flughræðsla kemur í veg fyrir að þúsundir manns geti svo mikið sem nálgast flugvélar. Rússneskur flugmaður með tuttuguogþriggja ára reynslu af flugi á bakinu, Aleks Gervash, hefur verið að leita aðferða til að aðstoða fólk að sigrast á skyndilegum hræðsluköstum við brottför, sem og á öllum stigum flugs.  Hann telur að Ísland gagnist við þetta.  Til að láta reyna á tilgátu sína kom hann ásamt þremur flughræddum stelpum, til Íslands, með það fyrir stafni að fljúga nokkrum sinnum um landið á lítilli flugvél og virða fyrir sér nærliggjandi umhverfið.

Aðspurður af flugbloggara segir Aleks: “Við erum öll að koma til Íslands í fyrsta sinn.  Þetta er afar frægur staður meðal rússneskra ferðamanna og mjög framandi líka.  Okkur tókst þess vegna að safna fljótt saman hópi fólks”  Væntanlega er Ísland ekki staður fyrir fólk, sem er að byrja að takast á við flughræðslu. En Gervash telur að í lækningunni sé mikilvægt að huga að mörgum þáttum, og þá sérstaklega að hinum tilfinningalega.

“Lækningin við flughræðslu er jafn flókin og vandamálið sjálft.  Meðal allra þeirra, sem eiga við flughræðslu að stríða, má finna um það bil sama úrval neikvæðra tilfinninga. Ég reyni að bæla þær niður með því að kæfa hræðsluna og að tækla hegðunar- og tilfinningamynsturin sem að baki liggja.” – segir Gervash

Viðföng Gervash fá grunnmeðferð við flughræðslu í Moskvu innan áfangans “Hræðslulaust flug”. Þar að auki hefur sérstak app verið hannað til að aðstoða þau í sínu ferli. Appið geta sjúklingar notað í flugi til að sjá  upplýsingar um mismunandi stig flugsins og gefur líka skýringar fyrir hristingi eða hljóðum, sem kunna að virðast ógnandi.  Ísland er ein síðasta meðferðin, sem gripið er til við flughræðslu, fyrir þá sem hafa þegar reynt allar á undan.  En samt getur rólegt flug á léttri, eins mótors flugvél yfir eyjunni virst vera verstu loftfimleikar fyrir þann, sem glímir við flughræðslu.

“Slíkt flug í léttri flugvél er almennt síðasti hluti meðferðarinnar, þegar viðkomandi hefur næstum því losnað algjörlega við flughræðslu.  Sumir hafa þá áhuga á að bæta og styðja árangurinn sinn,  láta reyna á jafnvægisskynið í lofti, komast yfir hræðslu við litlar flugvélar eða prófa flug í loftókyrrð.  Vegna þessa fljúgum við um í mörgum löndum og sameinum lækningarmeðferðina við stórkostleg flugævintýri.”

Með hliðsjón af ferðamennsku væri Ísland auðvitað í fyrsta sæti yfir öll lönd heimsins, bara ef slíkur listi væri til.  Gervash segir frá því að hann hafi ákveðið að fljúga hér til að virða eyjuna fyrir sér úr lofti. “Þetta ótrúlega tunglslega landslag er betra að skoða úr lofti.” – segir hann

Þau fóru strax af stað.  Fyrsta dag, þeirra fjórra sumardaga, sem hópurinn fékk að njóta á Íslandi, flaug Aleks Gervash af stað til Ísafjarðar á leiguvél úr Flugskóla Íslands, Cessna 172.  Ásamt honum um borð voru þrjár stelpur, sem höfðu farið mislangt í meðferðarferli gegn flughræðslu.

“Frá fluginu sjálfu séð er lítill munur á flugi til Ísafjarðar og til annarra staða.  Ferlið er nákvæmlega eins: kynna sér lendingarflugvöllinn, staðfesta veðurskýrsluna, skipuleggja flugleið og reikna út eldsneytið.  Auðvitað er þetta allt öðruvísi fyrir flughrædda manneskju.  Ekki vorum við fyrr komin í loftið frá Reykjavík þegar við vorum tilneydd til að lenda á einhverri malarflugbraut.  Vegna yfirþyrmandi tilfinninga þurfti einn farþeginn nauðsynlega að komast á klósettið.” – segir Gervash. En þegar hann lýsti lendingunni á Ísafirði, gat hann sjálfur ekki komist hjá því að sýna sínar eigin. “Innkoman var stórkostleg, mjög áhugaverð og áhrifarík”

– Þú veist að Ísafjarðarflugvöllur er talinn einn sá hættulegasti í heimi?

– Í alvöru? Nei, það vissi ég ekki. Kannski á það frekar við stórar flugvélar en litlu Cessnu-na okkar

Þau byrjuðu annan dag sinn á flugi til Vestmannaeyja. “Þetta er lítil eyja sunnan við Ísland, þar sem flugbrautir flugvallarins liggja í kross.  Við völdum flugbraut 12, en á henni er umtalsverður halli frá annarri hliðinni.  Sem flugmaður var áhugavert að lenda þar.” -segir Gervash

Gestirnir frá Rússlandi fengu að njóta fegurðar Íslands úr lofti í fjóra daga alls. “Það eru allir ótrúlega ánægðir með árangur sinn að sigrast á hræðslu sinni. Nú hræðast þau ekki neitt.  Mér finnst líklegt að við munum koma aftur á næsta ári, um leið og við söfnum í hóp.” – segir Gervash

Liked it? Take a second to support Flugblogger on Patreon!
Time to share, choose yours: Share on Facebook
Facebook
Share on VK
VK
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
Share on LinkedIn
Linkedin