Lyktin af nýslegnu grasi, björt sól og mótorhjóð. Þetta er oft það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar maður hugsar um einkaflug. Og þetta er nákvæmlega það sem þátttakendur á einum af stærstu flugviðburðum Íslands upplifðu á “Allt sem flýgur”.

Flugvöllurinn er staðsettur í austurhlutanum á Hellu, sem aðeins hefur um 800 íbúa sem einusinni á ári verður kjarninn af Íslensku einkaflugi þar sem flugáhugafólk keyrir og flýgur frá öllum landshlutum til að taka þátt.

Viðburðurinn nær yfir þrjá daga. Í ár var það frá 7 til 9 júlí. Flugbloggari kom á staðinn seinnipart föstudags og gat því sjálfur fylgst með þegar þátttakendur söfnuðust saman á Hellu. Þeir sem komu flugleiðis voru ekki endilega bundnir við “hefðbundið aðflug” því vélar voru af mörgum stærðum og gerðum. Margar þeirra reyndu að koma inn með skemmtilegri innkomu sem oftast var lágt aðflug yfir flugbraut á miklum hraða og síðan skarpar beygjur og síðan bratt klifur undir miklu áfallshorni.

Stærsta og ein af elstu vélunum var Dogulas DC-3 frá Icelandair (reg. TF-PNK). Fyrir lendingu tók hún þrjú lág aðflug yfir flugbrautinni með mismunandi brottflugi Það var svo erfitt að finna stæði fyrir vélina sökum hve stór hún er, varð hún því þá, undir eigin vélarafli að færa sig á óundirbúið svæði nálægt vindpokanum. Það góða við þetta er að hjólabúnaðurinn á þessum vélum leyfir slík átök.

Það var einnig mikið um húsbíla og fellihýsi. Að kvöldi 7 júlí voru svo komnar upp tjaldbúðir ef má kalla, nálægt flugbrautinni. Svæðin skiptust oft í hluta þar sem fánar og merki tilgreindu mismunandi flugklúbba þar sem klúbbfélagar höfðu safnast saman. Það varð fljótlega margt um manninn og mikið líf. I miðnætursólinni var svo fagnað byrjun á flughátíðinni með léttum veitingum, grilli og tónlist.

Alltaf varð meira um fólk og flugvélar héldu áfram að streyma inn sem sýndu flestar tilþrif yfir flugvöllinn á miklum hraða og lágri flughæð. Sú sem stendur mest uppúr er skærgula Pitts vélin (reg. TF-BTH) ekki langt eftir er hvít/gula RV-6 (reg. TF-ART).

Næstu daga gátu þátttakendur séð mikið af flugi, hlustað á tónlist og þegið grillmat í boði viðburðarins. Fjörið hélt áfram þangað til á sunnudagskvöldið þar sem fólk fór að týnast heim. Allir gátu fengið sína eigin upplifun en það sem mestu skiptir er að flug á Íslands einkennist af umhverfi þar sem enginn þarf að vera einmanna.

Liked it? Take a second to support Flugblogger on Patreon!
Time to share, choose yours: Share on Facebook
Facebook
Share on VK
VK
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
Share on LinkedIn
Linkedin